Flóknara en góðu hófi gegnir

Mikilvægt er að einfalda regluverk um fjármálamarkaði hér á landi með það að markmiði að gera það skilvirkara og skiljanlegra. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, í viðtali í ViðskiptaMogganum á dögunum. Sagði hann regluverkið, sem teldi tugþúsundir blaðsíðna af tilskipunum, lögum, reglugerðum og tilmælum, að mörgu leyti orðið of viðamikið.